top of page

Viltu taka þátt í Barnabókahátíðinni? Kíktu þá á þetta

Bókabæirnir austanfjalls boða til næsta vinnufundar með undirbúningshópnum fyrir Barnabókahátíðina sem haldin verður á Selfossi í september.

Að þessu sinni ætlar hópurinn að hittast mánudaginn 11. maí í Bókasafninu á Selfossi kl. 18:30. Við minnum á að allir eru velkomnir til þess að kynna sér starfsemina og koma með hugmyndir. Svo er öllum líka að sjálfsögðu velkomið að koma og bara sitja og hlusta á.

Bókasafnið á Selfossi.jpg

Ekki þarf að vera búið að skrá sig í vinnuhópinn til þess að mæta og vert er að geta þess að engin skuldbinding felst í því að mæta á vinnufundinn.

Á seinasta fundi, sem haldinn var í bókasafninu í Þorlákshöfn, komu margar góðar og skemmtilegar hugmyndir fram og líflegar umræður spunnust. Það er því von okkar að sem flestir mæti og taki þátt í þessu spennandi verkefni.

Hægt er að skrá sig sem félagi Bókabæjanna á vefsíðunni okkar bokabaeir.is og er árgjaldið einungis 2000,-

#Barnabókahátíð #Barnabækur #Hátíðir

Merkimiðar
No tags yet.
bottom of page