Barnabókahátíð Bókabæjanna austanfjalls 18. og 19. september 2015
Blásið verður til barnabókahátíðar um helgina og hefst hátíðin með upplestri í öllum bæjarbókasöfnum bókabæjanna föstudaginn 18. september. Þann 19. september ætlum við að hittast við bókasafni Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi um klukkan 13:00 og síðan mun Skátafélagið Fossbúar leiða gönguna af sinni alkunnu snilld alla leið yfir í Fjölbrautaskóla Suðurlands að Tryggvagötu 25 þar sem aðalhátíðin verður haldin. Allir eru hvattir til að mæta í búningum, gjarna í gerfi uppáhalds skáldsagnapersóna sinna. Hátíðin er styrkt af Menningarráði Suðurlands.
Dagskrá barnabókahátíðarinnar
Föstudaginn 18. september
Sigrún Eldjárn, rithöfundur les upp úr bókum sínum á bókasöfnum bókabæjanna:
Kl. 14:00 á Bókasafninu í Hveragerði
Kl. 15:00 á Bæjarbókasafni Ölfuss í Þorlákshöfn
Kl. 16:00 á Bókasafni Árborgar Selfossi
Laugardaginn 19. september
13:00 Mæting við Bókasafn Árborgar Selfossi við Austurveg 2. Bókabæjablöðrur fyrir börnin.
13:20 Skrúðganga frá bókasafninu að Fjölbrautaskóla Suðurlands með Fossbúa í fararbroddi.
13:50 til 15:30 Hátíðardagskrá í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands
Nokkrar stöðvar opnar fyrir skapandi hátíðargesti. Þær bera yfirskriftina: Bók verður til, Listaverk úr bókum sem enginn vill eiga og Lestrarhestahornið.
14:00. Leikfélag Selfoss sýnir leikþáttinn Gilitrutt
14:20. Margrét Eir syngur og leikur fyrir káta krakka
15:00 Lalli töframaður verður með töfrabrögð og blöðrublástur
15:30 Hátíðarlok
Á barnabókahátíðinni verður börnum boðið að taka virkan þátt í að skapa góðar minningar um bækur og lestur góðra bóka.
Bók verður til
Barnabókahátíðarbókin verður sköpuð af hátíðargestum sem fá tækifæri til að fylla hana af myndasögum, sögum, ljóðum og hverju sem þeim dettur í hug að setja í hana. Bókin verður svo bundin og merkt og höfð til sýnis á bókasöfnum Bókabæjanna austanfjalls.
Listaverk úr bókum sem enginn vill eiga
Boðið verður upp á námskeið í pappírsbroti og ýmiskonar föndri. Bókum sem enginn vill eiga verður fundið annað hlutverk í formi listaverka sem hátíðargestir búa til og taka með sér til minningar.
Lestrarhestahornið
Hátíðargestir mæta í myndatöku og deila með okkur sögu af góðri barnabók. Viðtölin birtast svo á heimasíðu Bókabæjanna austanfjalls bokabaeir.is.
Umsjón með stöðvum hafa: Gunnhildur Gestsdóttir, Rakel Unnardóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Gróa Friðjónsdóttir, Violette Meysonnier og Hlíf Sigríður Arndal.