Ný útfærsla á lógóinu okkar

Bókabæirnir austanfjalls hafa nú tekið í notkun nýja útfærslu á lógóinu sínu. Nýja útfærslan finnst okkur bæði glaðleg og grípandi fyrir augað.
Upphaflega tillögu að lógói átti Ingvar Guðmundsson á Hvolsvelli en Örn Guðnason útfærði og setti á tölvutækt form.