

Uppboð fornbóka haldið í Hveragerði
Laugardaginn 27. júní kl. 14:00 fer fram glæsilegt bókauppboð á fornbókum en það verður haldið í tilefni af opnun bókamarkaðarins Bókabæjanna austanfjalls í Hveragerði. Mun Anna Birna Þráinsdóttir, Sunnlendingur með meiru stjórna uppboðinu með sínum einstaka hætti. Verður ýmsa kjörgripi að finna á uppboðinu og má meðal annars nefna þessa titla sem boðnir verða upp:
Harmsaga ævi minnar eftir Birkiland, Norsk lög Hrappseyjarprents frá 1779, Færeyingasaga frá 1832, Saga Ólafs


Eyrarbakkaskáldið Sjón í pallborði í Berkley
Tíðindamaður Bókabæjanna austanfjalls var svo heppinn að rekast inn á bókahátíðina Bay area Book Festival í miðbæ Berkley við San Fransisco nú í júní. Þar voru meðal annarra í pallborði rithöfundurinn Sjón sem kynnti skrif sín við gerð bókarinnar Angóraflísin og ræddi um alþjóðlegt eðli bókmennta. Aðrir í pallborðinu voru þeir Jonas Hassen Khemiri frá Svíþjóð og Svisslendingurinn Fabiano Alborghetti en stjórnandi umræðu var Stephen Sparks frá Green Apple Books í San Fransisco


Kemur nánast á hverjum degi í bókasafnið
Sigurjón Erlingsson múrarameistari er lestrarhestur vikunnar. Sigurjón er orðinn 81 árs gamall en kemur nánast á hverjum degi á bókasafnið á Selfossi og er einn af uppáhalds viðskiptavinum bókasafnsvarðanna. Við hjá Bókabæjunum tókum Sigurjón tali og spurðum fyrst hvaða bækur hann væri með á náttborðinu núna? Hér er Sigurjón með Heiðrúnu D. Eyvindardóttur, forstöðukonu Bókasafns Árborgar „Það eru þrjár bækur þar núna; Gæðakonur eftir Steinunni Sigurðardóttur, Skagfirskar skem