Skýrsla Bókabæjanna austanfjalls 2015
Skýrsla Bókabæjanna austanfjalls 2015 Bókabæirnir austanfjalls stuðla að því að gera bókum og bókmenningu hátt undir höfði í náinni samvinnu við íbúa svæðisins og vilja með því efla menningartengda ferðaþjónustu bæði fyrir íbúa og ferðamenn án ágengni á náttúru svæðisins og fyrir fyrirtæki sem hafa endurnýtingu og umhverfisvernd að leiðarljósi. Eitt af lykilhlutverkum bókabæja um heim allan hefur verið að skapa farveg fyrir notaðar bækur sem fólk vill losna við, hvort sem um


Aðalfundur Bókabæjanna austanfjalls
Auglýsing um Aðalfund Bókabæjanna:
Aðalfundur Bókabæjanna austanfjalls 2015 verður haldinn í Ráðhúsi Árborgar mánudaginn 7. desember klukkan 17:30. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Fundurinn verður auglýstur nánar í næstu viku.


Af hverju þarf ég að lesa?
Málþing Bókabæjanna austanfjalls - Af hverju þarf ég að lesa? Verður haldið fimmtudaginn 12. nóvember 2015 kl. 17:30 í Ráðhúsi Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn. Dagskrá 17:30 - Gylfi Jón Gylfason: Læsisátak stjórnvalda 17:50 - Margrét Tryggvadóttir: Skipta barnabækur máli? 18:10 - Gerður Kristný: „Bækur breyta heiminum“. 18:30 - Hlé - 19: 00 - Lára Aðalsteinsdóttir: „Komdu með á hugarflug“. 19:20 - Andri Snær Magnason: 19: 40 - Spurningar úr sal. 20:00 - Dagskrárlok B