top of page

Aðalfundur Bókabæjanna austanfjalls


Aðalfundur Bókabæjanna austanfjalls 2017 verður haldinn á Bókasafninu í Hveragerði, miðvikudaginn 29. mars og hefst hann kl. 19:00.

Dagskrá aðalfundar er hefðbundin:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

2. Skýrsla stjórnar lögð fram.

3. Reikningar lagðir fram til samþykktar.

4. Lagabreytingar.

5. Ákvörðun félagsgjalds.

6. Kosning stjórnar.

7. Verkefni framundan.

8. Önnur mál.

Í fundarhléi verður boðið upp á kaffi/te og samlokur.

Á fundinum verður fulltrúm frá þeim sveitarfélögum sem að Bókabæjunum standa afhentir bókakollar sem búnir hafa verið til úr bókum sem Bókabæjunum hafa áskotnast og ekki eru taldar nýtast í annað.

Einnig verður kynnt bókagjöf sem Bókabæjunum barst s.l. haust og fundarmönnum býðst að skoða valdar bækur úr og jafnvel kaupa.

Allir eru velkomnir á fundinn. Gestir, sem ekki eru nú þegar félagsmenn, eru hvattir til að ganga til liðs við Bókabæina.

Merkimiðar
No tags yet.
bottom of page