Bókabæirnir austanfjalls
Eyrarbakki - Flóahreppur - Hveragerði - Selfoss - Stokkseyri - Þorlákshöfn

Viðburðir og fréttir
Um okkur
Bókabæirnir austanfjalls eru Eyrarbakki, Hveragerði, Selfoss, Stokkseyri og Þorlákshöfn ásamt Flóahreppi. Okkar markmið er að efla bókamenningu á svæðinu og fá íbúa til að taka sem mestan þátt í því að kynna bækur, varðveita þær og stuðla að því að fólk á öllum aldri haldi áfram að njóta bókalesturs.
Fjölbreytt dagskrá
Bókabæirnir skipuleggja reglulega viðburði eins og ljóðakvöld og upplestra, bókamarkaði og námskeið. Margmála ljóðakvöldin hafa sérstaklega slegið í gegn, þar sem íbúar af fjölbreyttum uppruna flytja ljóð á sínu móðumáli.
Vertu með
Bókabæirnir austanfjalls eru hugsaðir sem sameiginleg eign okkar allra sem búum innan svæðisins. Öllum er velkomið að taka þátt í starfinu..


Blómlegt bókahérað
Bókmenning hefur átt djúpar rætur í héraðinu allt frá miðöldum. Í Hveragerði var frægasta skáldanýlenda þjóðarinnar í svokallaðri skáldagötu og á fyrri tíð höfðu vermenn í Þorlákshöfn sérstakt lestrarfélag. Í Árborg er öflugt bóksafn í einu fegursta húsi Selfossbæjar og Sunnlenska Bókakaffið er orðinn klassískur viðkomustaður bókaunnenda. Á Eyrarbakka hefur Konubókastofa verið starfrækt um árabil og í Brimrót á Stokkseyri er öflugt menningarstarf árið um kring, þar á meðal fjölbreyttir bókmenntaviðburðir.
Svona hófst þetta
Bókabæirnir austanfjalls eru klasi samstarfsaðila sem tengjast bókum, menningu og ferðaþjónustu austan Hellisheiðar. Lykilfyrirtæki verkefnisins við upphaf þess voru Sunnlenska bókakaffið og Konubókastofan á Eyrarbakka, auk þeirra standa að verkefninu Sveitarfélagið Árborg, Sveitarfélagið Ölfus, Hveragerðisbær, Flóahreppur, Markaðsstofa Suðurlands, Bókasafn Árborgar, Listvinafélag Hveragerðis auk fjölda aðila í ferðaþjónustu, menntun og menningu á svæðinu.